föstudagur, júní 28, 2013

Mánudagshjólheztatúr



Nú síðasta mánudag, þann góða dag, hafði einn Flubbi eða hann Haukur Eggerts (sem kannski einhverjir V.Í.N.-liðar kannast við) boðað til hjólaferðar um Heiðmörk. Sá sem þetta ritar ákvað að skella sér þrátt fyrir mikil átök í Básum helgina á undan. Nokkrir hittust í höfuðstöðvum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík en restin beið við Árbæjarstíflu. Samtals 6 sálir. Fyrir utan Litla Stebbaling ættu V.Í.N.-liðar líka að þekkja Stoney og Matta Skratta sem voru þarna.
En annars var þetta hefðbundið, byrjað á stígunum neðan Breiðholts og svo farið yfir í Heiðmörk og hjólað þar í hring og endað við Vífilstaðavatn fyrir utan einn sem var svo óheppinn að sprengja og ekki nóg af bótum né varaslanga sem passaði. Er komið var úr Heiðmörk fór bara hver sína leið. Undirritaður lengdi leiðina aðeins heim. Kom í Kópavoginn við Salalaug og fór sem leið lá niður að Smáratorgi og fylgdi Kópavogslæknum að Kópavogi, KársnesstígurinnFossvogi, Fossvogsdalur og síðan meðfram Suðurlandsbrautinni heim. Þar urðu á vegi mínum hlauparar í miðnæturhlaupinu þe 21 km. Skemmtilegt að sjá það og hvernig það jók götulífið í borginni. Skyndiákvörðun svo að renna í gegnum Laugardalinn sjálfan og þar var mikið líf því að fullt að fólki sem var að fara taka þátt í miðnæturhlaupinu. Gaman að því. Maður skilaði þér svo heim rétt fyrir seinni fréttir á RÚV

Svo má skoða myndir frá kveldinu hér (því miður kláraði vélin rafhlöðurnar svo ekki náðust myndir af skemmtiskokkurum)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!