fimmtudagur, júní 20, 2013

Sumarfrí 2013: Annar kafli

04.06.2013



Þriðjudagurinn 04.06.13 rann upp bjartur og fagur. Að vísu var bullandi sunnan átt sem helt þó hafgolunni útá hafi. En það var svo sem ekki mikið brallað fyrir morgunlúrinn hjá Skottu. En einhvern tíma um og eftir hádegi var haldið út í smá göngutúr í gluggaveðrinu. Svo sem ekki mikið gjört annað en að rölta framhjá Glerártorgi niður í bæ. Renndum aðeins við í vinnunni hjá móðir hennar Krunku svona til að losa okkur við eins og eina kúkableygju. Eftir það var tölt um miðbæinn og þar slysuðumst við inní Janusbúðina, komum þaðan út nokkrum þúsundköllum fátækari. Þar var að vísu útsala og hefðum við tapað á þvi að nýta okkar hana ekki. Þegar nær dró kveldmatartíma var stefnan tekin aftur upp í Giljahverfi upp Gilið við viðkomu hjá andapollinum. Síðan var tekinn alls konar krókur um hinar ýmsu földu götur og hverfi Agureyrish kaupstaðar m.a farið í gegnum einhvern garð sem maður hefði ekki hugmynd um. En ef maður verður þarna aftur á sumardegi má skella sér í hann með nezti og jafnvel nýja skó líka
Eftir kveldmat og allt sem því tilheyrir skruppum við í smá bíltúr þar sem við förum inn í Eyjafjörð, tókum sum sé stóra Eyjafjarðarhringinn, þar sem við vorum að virða fyrir okkur vatnavexti í öllu sprænum héraðsins. Í lok hringsins fórum við upp í hlíðar Vaðlaheiðar og virtum fyrir okkur aurskriðu sem hafði fallið þar um daginn.
Svona ef einhver er forvitin þá eru myndir frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!