fimmtudagur, júní 27, 2013

Sumarfrí 2013: Sjötti kafli

08.06.13




Laugardagsmorguninn 08.06 rann upp og úff hvað það var heitt úti. Enda strax eftir morgunmat og mullersæfingar fór maður út á pall, skellti Skottu í skugga undir borði sem var á pallinum og snéri iljunum í átt að sólu. Enda skyldi safnað Tevufari. Þar sem von var á gamla settinu frá Litla Stebbalingnum var hinkrað eftir þeim fram eftir morgni. Eftir að þau höfðu rennt í hlað á Pollý var farið að huga að því að kíkja í kaupstaðaferð upp í Húsavíkurbæ. Þar hafði fréttst af skrúðgarði og var ákveðið að renna við í bakarí áður en þessi skrúðgarður yrði skoðaður ásamt því a snæða síðdegis hressingu þar.
Það var því ekið sem leið lá rúmlega 10 km leið norður í Húsavík. Bakarameiztarinn heimsóttur áður en leitin af skrúðgarðinum hófst. Eftir örstutta leit fannst sá arna. Óhætt er að segja að þetta sé hin prýðilegasti og snyrilegasti garður þó hann hafi ekki stærðina með sér. En stundum er stærðin ekki allt. En alla vega þá var fínt að snæða þarna og alveg hægt að mæla með þvi að fólk staldri þarna við og éti. Eigi það leið um eða í gegnum Húsavík. Eftir snæðing var bara rölt um bæinn. Allt voða klassíkst, niður á höfn, inní kirkjuna og kíkt á langaafa Litla Stebblings sem prýðir þar altaristöfluna í gervi frelzarans.
Þar sem það stóð til að elda læri i kveldmat gafst ekki tími til staldra lengi við en fyrst kíktum við á ostakerin áður en brunað var aftur inní bústað. Þar tók bara eldamennzka við, veizla og annað sem víst tilheyrir bústaðaferðum

En myndir frá þessum degi má skoða hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!