laugardagur, júní 01, 2013
Ég fer í fríið
Þá er að koma að sumarfríinu þetta árið amk hjá okkur hjónaleysinum og frumburðinum. Það er ætlunin að byrja á því að herja á höfuðstað norðurlands og kikja í eftirlitsferð til sendiherrahjóna V.Í.N í norðurlandsfjórðung. Þar er ætlunin að vera, þ.e á Agureyrish, fram á nk flöskudag og þá skal haldið aðeins austar eða í Aðaldal og sóa þar sumrinu í bústað.
Hvað verður svo gjört eftir bústaðaferð þann 14.júní en það verður vonandi útilega, hvar svo sem á landinu hún verður.
En alla vega ef einhver verður á ferðinni á þessum slóðum þá er viðkomandi alveg óhætt að hafa samband, kíkja jafnvel í kaffi eða bralla eitthvað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Góða ferð !!!
SvaraEyðakv.
Þakka þér fyrir Brabrason
SvaraEyðaErum komin í höfuðstað norðlendingafjórðungs og úti er 20 stiga hiti og hressandu sunnanátt. Sum sé glugga veður