mánudagur, júní 24, 2013

Eftirlit með undirbúningnum



Núna síðasta laugardag stefndi fríður flokkur karlmanna inní Bása á Goðalandi. En það voru

Stebbi Twist
Björninn

á Rauðalæk

Eldri Bróðirinn
Jarlaskáldið
Stoney

á Litla Koreustráknum.

Stebbalingurinn og Björninn fóru ca 30 min fyrr úr bænum en hinir drengirnir. Gerður var stuttur stanz í Hnakkaville til að koma við í Nýlenduvöruverzlun og Sérvöruverzlun ríkzins. Reyndar nýttum við tækifærið og fengum okkur staðgóðan morgunverð líka.
Svo heldum við bara áfram sem leið lá. Er við erum að nálgast Hvanná símar Eldri Bróðirinn í oss og færir okkur ekki gleðitíðindi. Litli Koreustrákurinn var með einhverja stæla rétt austan við Selfoss. Neitaði að fara ofar en 4000 rpm og því hámarkshraðinn frekar lítill. Það var ekkert annað að gjöra en leggjast í símann og það skyldi koma drengunum í Bása. Björninn símaði í félaga sinn sem ætlaði koma síðar um daginn og var hann boðinn og búinn að kippa þeim með. Á hann allar þakkar skildar fyrir það. En þeir drengir redduðu þessu með því að Jarlaskáldið fór með Halla Kristins, sem er með ykkur á Bylgjunni, en Eldri Bróðirinn og Stoney komu á Jimny í eigu Stoney.
Veður var með ágætum er við mættum á svæðið. Eitt það fyrsta sem við rákum augun í var að á flötinni okkar var ,,No Camping" skilti. En kom svo sem að góðu því nýbúið er að stækka flötina og er hún nýtyrft að hluta. Allt að gjörast. En þar var fólk fyrir og við með okkar fólksfælni fundum okkur bara aðra draumaflöt. En eftir því sem aðeins leið á daginn fór að draga ský fyrir sólu og síðar kom líka þessi fíni gróðarskúr. En hann tók svo sem fljót af eiginlega um leið og hinir komu.
Við tók svo bara hefðbundinn aðalfundarstörf og fljótlega var farið að hita í grillinu. Meðan á þvi stóð voru menn duglegir í ölinu. Er menn voru orðnir mettir var bara kominn tími að kíkja á brennuna. Líkt og oft áður þessa helgi var múgur og margmenni á hólnum. Menn sinntu svo aðalfundarstörfum að miklum móð langt fram eftir morgni. Reyndar endaði það ekki vel hjá Skáldinu en kannski má segja að betur hafi farið en menn óttuðust.

Sunna sól skein skært á sunnudagsmorgninum og hitastigið í tjaldinu eftir því. Menn flúðu því súrefnisleysið í umvörpum og skelltu sér út til að safna tevufari. Stoney og Eldri Bróðirinn hófust svo handa að malla egg og flesk. Fólk var svo bara í rólegheitum að spjalla um heima og geima. Eftir að búið var að pakka niður hófust menn handa við að aðstoða Skáldið við að pakka við föggum sínum. Svo bara dólað sér til byggða með ísstoppi til að kæla sig niður.

Í stuttu máli þá er allt að verða og jafnvel orðið klárt fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð 2013. Bezt er þó að búið er að uppfæra flötina okkar

En allavega eru myndir frá þessum sólarhing hér

3 ummæli:

  1. Gleymdist að minna á það hér að ofan að upp kom hugmynd. En sú var að fara í útilegu fljótlega og hafa næturstað ekkert alltof langt frá Borg óttans. Svo myndum við Sveittu pungarnir hjóla í tjaldstað. Rætt var um að fara aðra helgina í júlí.
    Reyndar kom þessi hugmynd frá Jarlaskáldinu líklegast er kauði ekkert að fara hjóla mikið næztu vikur svo það væri tæpast sanngjarnt að fara í sumar. En amk þá næzta sumar

    SvaraEyða
  2. Kóreustrákurinn er búin að fara til læknis og kemst nú upp fyrir 2900 rpm og er því fullklár fyrir helgina góðu og bíður spikspenntur eftir að komast heim þetta sumarið.

    SvaraEyða
  3. Það líst mér vel á. Verða fagnaðarfundir

    SvaraEyða

Talið!