þriðjudagur, júní 18, 2013

Sumarfrí 2013: Fyrsti kafli

03.06.13




Það rann upp mánudagur og Litli Stebbalingurinn kominn þá formlega í sumarfrí. Það var búið að bóna Rex og hann klár í slaginn. Auðvitað tókst okkur ekki fara á þeim tíma sem upphaflega var ætlunin að fara en það er bara eins og gengur. En fljótlega eftir hádegi gat fríið loks byrjað og við rúlluðum úr bænum með stefnuna á norðurland. Það var ekið sem leið lá eftir þjóðvegi 1en ekki var Rex alveg eins og hann á að vera blessaður en hann skilaði okkur engu að síður að Staðarskála þar sem tekin var stutt pása. Gripin pulsa og stoppið nýtt til að skipta á Skottu sem og gefa henni aðeins að drekka. Þegar öllu þessu var lokið var barasta áfram ekið til Agureyrish. Svo sem ekki mikið markvert gerðist enda bara þjóðvegaakstur milli tveggja staða í gangi. Það var svo aftur skiptistopp í Varmahlíð. Við skiluðum okkur svo til höfuðstaðar norðurlands einhverntíma seinnipart dags og við tók almenn afslöppun.
Svona fyrir áhuga sama þá má skoða nokkrar myndir frá ferðalaginu norður hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!