06.06.13
Fimmtudagurinn rann og þessi var klárlega sá hlýjasit til þessa. Það þurfti að byrja daginn á því að skreppa til Dallas og pikka þar upp taubleyjur, já mikið rétt. Við sköltum þarna norður úr og nutum blíðunnar ásamt því að dásama snjóinn sem var í fjöllunum á Tröllaskaga og Látraströnd. Það var ekki langt stopp i Dallas en við runtuðum aðeins um bæinn og sáum þar nokkra snjóskafla en voru þeir voru á hröðu undanhaldi í sólinni. Svo var bara farið aftur inn til Agureyrish þar sem við tókum því bara rólega fram eftir degi. Síðan seinni partinn fengum við góða heimsókn frá Hödda og Árný (svona fyrir þá sem vita hver það eru). Um kveldið var einhver kynning á fullt af vörum í Sportveri og kíktum við aðeins á það og til að koma okkur niður á Glerártorg þá stigum við á sveif. En það sem uppúr stendur þennan dag er hvað heitt var í veðri.
En nenni einhver að skoða myndir frá deginum má gjöra það hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!