mánudagur, júní 17, 2013

Sumarfrí 2013: Formáli



Nú er maður skriðinn aftur í höfuðborg mörlandans eftir 2ja vikna skrölt um landið, að meztu leyti um norðurland og aðeins á því syðra. Við vörum í 5 daga á Agureyrish og svo var skrölt austur í Aðaldal til að sóa þar viku tíma í bústað. Þaðan var svo ekið á hina ýmsu staði í nágrenninu. Líkt og áður verður ferðasagan eða skýrzlan kaflaskipt og einn dagur tekinn fyrir í einu. Í sjálfu sér var nú fátt ef þá nokkuð frumlegt sem gjört var en vonandi fær kannski einhver hugmynd eða maður hafi rambað á nýjan og áhugaverðan stað sem aðra langar kannski til að skoða síðar meir. En alla vega þá ættu áhugasamir að geta fylgst með næztu daga. Vonandi haft eitthvert gagn og líka nokkurt gaman að. Kannski er líka rétt að vara við því að í myndaalbúminu kann að fylgja með mikið af barnamyndum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!