05.06.2013
Þá var komið miðvikudagur og enn var veður með fínasta mót. Þennan dag var búið að ákveða að draga Litla Stebbalinginn með í Listigarðinn á Agureyrish í fyrsta skiptið um ævina. Fyrst þurfti að sinna smá viðhaldi á sjálfrennireiðinni. Því að er ekki gott frí nema það sé eitthvað bílavezen. Það var svo tekið röltið í Listigarðinn með viðkomu í Kristjánsbakarí til verzla þar kruðirí. Svo var bara farið í garðinn og notið þar veitinga í blíðunni, þe þar sem við fundum skjól. Þetta var svo ágætt og fínt að stoppa þarna ef maður á leið í gegn og snæða þar nezti ef vel viðrar. Þá sjaldan í þessu krummaskurði. En alla vega eftir stanzinn þarna var brokað heim á leið í gegnum fullt af einhverjum nýjum götum, þar sem maður sá ýmislegt nýtt, rennt við í nýlenduvöruverzlun og náð í sneið á grillið. Síðan var bara grillað og almenn rólegheit fram eftir kveldi
En til fanga minningarnar myndaði maður í erg og gríð og má sjá afraksturinn hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!