þriðjudagur, júní 05, 2012

Út að viðra tjöldin



Maggi á móti póstaði á snjáldursíðu V.Í.N. um að skella sér í útilegu um komandi helgi. VJ hefur lýst yfir áhuga að fara sem og Bergmann, verði heilza yngsta fjölskyldu meðlimarins eins og hún á að vera. Brabrasonurinn hafði stungið upp á vatni Apanna, já hvað varð af öpunum, hvert fóru þeir??? Það hljómar svo sem ekkert illa amk ekki fyrir okkir hjónaleysin þar sem við þurfum að vera í Blómabænum á laugardagskveldinu. Alla vega er undirritaður heitur fyrir að viðra Vangotjaldið fyrst retrotjaldið var viðrað um síðustu helgi. Vonandi að maður sjái sem flesta.