miðvikudagur, júní 13, 2012

Hvað gjöra skal á helginni



Eftir vel heppnaða og skemmtilega helgi sem var sú síðasta er kominn smá helgarfiðringur í drenginn.
Það eru komnar nokkrar hugmyndir varðandi helgina. Hef það frá Hvergerðingnum Plástradrottningin hafi viðrað þá hugmynd að hittast í Heiðmörk á flöskudagskveldið og grilla þar í sameingu. Það hljómar vel og er prýðisgóð hugmynd amk ef það viðrar vel.
Svo var líka búið að skjóta þvi að fara í dagsferð á laugardag og skunda á Bláfell á Kili og heilza þar upp á tröllið Bergþór sem þar býr,  hljómar líka gríðarvel. Hef nú reyndar aðeins við það að bæta að hafa tjöld með og vera aðfararnótt messudags á tjaldsvæðinu við Faxa. Allavega það eru komnar nokkrar hugmyndir á blað og orðið er frjálst í skilaboðaskjóðunni hér að neðan.

Kv
Útilegudeildin