fimmtudagur, júní 21, 2012

Bláar myndir


Í gær fór fram fyrsti formlegi liðurinn í opinberi dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar þetta árið.
Eins og kom fram hér var ætlunin að halda í Blákoll í Svínahrauni.
Það voru svo fjórar sálir sem hittust á Gasstöðinni og komu sér svo haganlega fyrir í Polly sem sá um að ferja mannskapinn fram og til baka. En þeir sem fóru voru:

Stebbi Twist
Krunka
Maggi Móses
Hvergerðingurinn

Skemmst er frá því að segja að allir  náðu að toppa og það gekk á með skin og skúrum. Svona svolítið dæmigert íslenskt sumarveður sem eiginlega enginn fatnaður hentar almennilega í.
En hvað um það ef einhver nennir þá má skoða myndir hér

Kv
Göngudeildin