sunnudagur, júní 17, 2012

Hálsinn sem kenndur er við verðina 5Rétt eins og alþjóð ætti að vera kunnugt er ein af hefðum V.Í.N. að arka yfir 5Vörðuháls um Jónsmessuhelgina, kanna þar gönguleiðina yfir í Bása svona fyrir þá sem eru svo veruleikafirrtir að rölta Hálsinn Helgina. Að sjálfsögðu er ferðin nýt sem loka undirbúnings-og eftirlitsferð reyndar sú fyrsta og eina á þessu ári. Þvílíkur eymingjaskapur sem það er nú.
En hvað um það. Þar sem ætlunin er að fara komandi flöskudagskveld og rölta aðfararnótt laugardags þá væri kannski ágætt að fá einhverja hugmynd um hverjir ætla að mæta svo hægt sé að pæla aðeins í bílamálum. Sú hugmynd er líka komin upp að henda rolluafturhásingum ofan í holu og snæða svo um laugardagskveldið og vegna kaupa á hásingunum væri gott að fá tölu. Skiptir þá litlu hvort fólk komi á laugardeginum og verði bara með á laugardagskveldinu eða alla helgina. Verið ófeimin að tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

Kv
Göngudeildin