sunnudagur, júní 10, 2012

Ræktun á sál og líkama

Þar sem sumarið er nú að verða búið er kannski kominn tími á að blása smá lífi í V.Í.N.-ræktina.  Það kom sú ósk um helgina að þetta mæti fara að hefjast og kannski væri það ráð að byrja rólega. Þó svo að engin opinber dagskrá hafi verið gefin út er það engu að síður lagt til að hafist verði handa komandi þriðjudag kl:2000. Til þess að engin ofgeri sér í fyrstu ferð er lagt til að haldið verði á Fíflavallafjall við Djúpavatn og því kjörið að hittast við Esso í Gaflarabænum kl:1945 komandi þriðjudag með gönguskó og vatnsflösku.

Kv
Göngudeildin