laugardagur, júní 16, 2012

Á slóðum þingverjaEins og margir eflaust muna þá var hér viðruð sú hugmynd að fara og tjalda einhverstaðar um helgina. Plástradrottingin lýsti yfir áhuga á einnar nætur för og í kjölfarið ákvöðu þær stöllur þe í samráði við Krunkhildi að halda skyldi á landsins helga stað sem ku vera Þingvellir. Sem á tímum hækkandi eldsneytisverðs er alveg hæfilega langt frá Borg óttans
Brabrasonurinn hafði svo samband á flöskudag og var að forvitnast um helgarplön en hefur svo ákveðið að gjöra annað því ekki lét hann sjá sig. En hvað um það. Þarna voru:

Hvergerðingurinn
Plástradrottingin

á Tinnu


Stebbi Twist
Hrabbla

á Henry


Þetta svo sem róleg og fátt sem gjörðist sem telja má til tíðinda. Það var rennt í þjóðgarðinn um 1900 og byrjað að skutla sauðlaukum á grillið, slegið upp tjöldum, grillað kjet, það étið, sötrað öl, spjallað og hlegið. Svo var einhverntíma farið ofan í poka.
Á laugardagsmorgni var liðið vakið með yfirflugi á nokkrum þyrilvængjum. Í rólegheitum var snæddur morgunverður og kaffi með. Síðan var bara aftjaldað og skundað til byggða með viðkomu í sundi í Mosó.
En allavega fyrir áhugasama má skoða myndir hér