sunnudagur, júní 03, 2012
Retro
Nú um helgina var farið út úr bænum til að njóta blíðunnar á vesturlandi. Ekki var farið langt heldur haldið til á Þórisstöðum í Svínadal. Þetta var nú aðallega fólk sem á það sameiginlegt að vera í FBSR og hafa gaman að ýmsu í lífinu. En þarna var líka þó nokkuð af gildum limum innan V.Í.N. sem og margir góðkunningjar.
V.Í.N-liðar:
Stebbi Twist
Krunka
Plástradrottningin (laumufarþegi)
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Hvergerðingurinn
Góðkunningjar:
Benfield
Ísbjörninnn
Eyþór
Bogga
Mía
Mæja Jæja
Matti Skratti
Þórunn
Guðni
Billi
Ásamt fullt af öðru góðu fólki
Þeir sem komnir voru á laugardeginum skruppu í smá fjallgöngu upp á hól sem heitir víst Víðhamrafjall og þar fór einn ófæddur V.Í.N.-verji í sína fyrstu fjallgöngu. Og er það vel. Síðan tók við sund, grill og bjór sem og meiri sól.
Fyrir áhugasama má skoða myndir hér