föstudagur, júní 15, 2012
Fíflvellingar
Nú síðasta Týsdag heldu fjórmenningar út á Reykjanesskaga í fyrsta dagskrálið V.Í.N-ræktarinnar 2012, sem var reyndar óformlegur, á Fíflavallafjall. En þarna voru á ferðinni.
Stebbi Twist
Krunka
Þverbrekkingurinn
Hvergerðingurinn
og sá sjálfur Henry Ford um að koma okkur til og frá fjallinu
Skemmst er frá því að segja að þetta gekk (bókstaflega) eins og í sögu. Allir toppuðu allt þetta fjall og skiluðu sér sælir og glaðir aftur niðri í bíll. En hvað um það. Fínasta og rólegheita rölt í góðum félagskap. Það kemur nú vart neinum á óvart að það var myndavél með í för og má sjá afraksturinn hér
Kv
Göngudeildin