
Þrátt fyrir
krepputíma þá þarf maður víst að taka sér sumarfrí eins og flestir landsmenn. Slíkt var nú gjört hjá
undirrituðum í lok júlí og lá leiðin austur á boginn norðurleiðina. Ýmislegt var gjört sér til dundurs m.a kíkt á
Ysta-Fell. Á
Eyglóarstöðum hittum
við svo
Eyþór og Boggu. Þaðan lá leið okkar á
Borgarfjörð Eystri með næturdvöl í
Héraðsflóa. Á messudegi var rölt á Dyrfjallatind í bongó blíðu og að sjálfsögðu grillað eftir það. Mánudeginum voru skýin eitthvað lofthrædd svo það var bara farið í bíltúr um
Víkurnar í boði
Eyþórs. Um kveldið var skundað á
Reyðarfjörð með viðkomu hjá
Fardagafoss og
pulsuveizlu á tjaldstæðinu á Eyglóarstöðum.
Næzta dag leikum við bara túrhesta og farið um helstu firði, víkur og vogi þarna á svæðinu. Enduðum svo daginn á því að kíkja í heimsókn til
VJ og HT þar sem þau voru í bústað í
Lóni, grillað þar áður leiðin lá áfram í
Skaftafell. Eyþór og Bogga urðu reyndar eftir í Lóni og höfðu stefnuna á
Lónsöræfi. Eftir nótt í Skaftafelli var skundað á
Kristínartinda þar skyggni á toppnum var frekar fágætt. Eftir
sund og heimsókn til
Helga blauta var síðustu nóttinni eydd í
Hrífunesi og haldið svo heim á leið á fimmtudeginum með viðkomu í
landeyjarhöfn því jú
Þjóðhátíð beið manns handan við hornið
Svona í lokin má geta þess að
hér má nálgast myndir