miðvikudagur, mars 26, 2008

Mörkin segiði?



Félagi Stefán spyr í næsta pistli hér fyrir neðan hvort ekki þurfi að fara að huga að undirbúnings- og eftirlitsferð inn í Þórsmörk, eða raunar Goðaland svo fyllstu nákvæmni sé gætt. Því er auðsvarað: Jú, það þarf að fara að huga að því.

Það er sumsé tillaga þess er hér ritar að lesendur síðu þessarar líti í dagbækur sínar, sjái hvort eitthvað sé skipulagt helgina 11.-13. apríl, hætti við það ef nokkuð er skipulagt og leggi þess í stað land undir fót (eða dekk, líklega er það fljótlegra og að öllu leyti skynsamlegra) og sinni nauðsynlegum eftirlitsskyldum sínum í Mörkinni góðu. Ef ferðin verður vel mönnuð ættu þær ekki að taka langan tíma og þá mætti jafnvel gera eitthvað sér til dundurs, labba upp á hól, spóka sig í sólinni, grilla væna flís af feitum sauð og jafnvel draga tappa úr flösku þegar börnin eru farin að sofa. Möguleikarnir takmarkast einvörðungu af ímyndunaraflinu.

Það er nú ekki eins og þið hafið eitthvað betra að gera, er það?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!