mánudagur, mars 10, 2008

Tapað/Fundið

Vill byrja á þvi að þakka öllu samferðarfólki mínu frá síðustu helgi sem og öllum þeim sem maður hitti í höfðuðstað norðurlands fyrir magnaða helgi og frábæra skíðadaga.

Þegar undirritaður og Brabrasonurinn komu aftur í Furulundinn, úr fjallinu í gær, og hófust handa við lokafrágang á slottinu komu í ljós þónokkrir óskilamunir. Allt var tæmt úr íbúðinni og Jenson fylltur af óskilamunum.
Þannig að sakni einhver nokkra para af skíðaskóm eða pari af snjóbrettaskóm, skíðastafa, hjálms, hanska nú eða kápu. Þá er þeim aðilum óhætt að hafa samband við Litla Stebbalinginn til þess að nálgast eigur sínar. Verði hlutanna ekki vitjað innan 120 daga verða þeir boðnir upp og seldir hæðstbjóðanda upp í kostnað.
Fleira var það ekki að sinni
Góðar stundir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!