miðvikudagur, janúar 23, 2008

Þriðji í skráningu

Þá er komið að miðvikuskráningarlistanum þessa vikuna. Þó svo að skráning hafi farið vel af stað þá hefur eitthvað hægst á henni amk síðustu vikuna. En það má ekkert gefast upp og rétt eins og Jim Morrison orðaði það ,,meðan skráningarlistinn er birtur mun fólk skrá sig óg mæta á svæðið´´. Svo mörg voru þau orð. En betur má ef duga skal fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008.
Greinilegt að fólk er að verða yfir sig spennt að sjá listann þessa vikuna svo við skulum barasta birta hann alþjóð.

Mannverur:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið

Sjálfrennireiðar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí

Engin breyting frá því síðast og nú er að gjöra bragarbót á því.
Tilvalið fyrir skeggaðar konur, forvitnar stelpur, bleika karlmenn og óþekktar stelpur að nota núna tækifærið og koma sér á listann fyrir Helgina góðu. Rétt eins og alltaf eru allir velkomnir með og ekki verra ef fólk getur hagað sér eins og sannur vitleysingur. Verið sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda. Þannig sýnir maður heiminum það að maður kann að skemmta sér og öðrum

Þanngað til í næztu viku og verið þið stillt á meðan

Kv
Skráningardeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!