þriðjudagur, mars 04, 2008

Heyrst hefur fyrir Agureyrish 2008...



...að bara alls ekkert er móðins við norskan skíðastíll

...að þrátt fyrir að sannað hafi verið með skoðanakönnun að telemark er púko verður V.Í.N með keppnislið á festivalinu

...að Team V.Í.N. komi til með að hafa öflugasta stuðningsmannaliðið

...að Snorri hinn aldni hafi gleymt því að hann sé fluttur norður og sé að skipuleggja það að koma að sunnan

...að þrátt fyrir að framsóknarflokkurinnn sé nánast útdauður verði leifarnar af honum á Lessukaffi í góðum fíling

...að starfsfólk Greifans sé byrjað að elda matinn þannig að biðin verður kannski bara klukkutími í ár

...að þeir sem ekki komast í fjallið vegna þynnku verði keyrðir upp á Vaðlaheiði, afklæddir og skotnir í rassinn með loftbyssu

...að eitt árið enn tímir Blöndudalurinn ekki að missa af Tómasínu og ætli því að halda sig heima

...að Haffi og Vignir séu báðir hættir við að fara og um svipað leyti hafi rómantíska svítan á Mótel Venus verið bókuð

...að pottþétt Agureyrish 2008 sé og jóðlandi og á honum séu óskalög sjómanna.

...að þrátt fyrir yfirlýsta andúð V.Í.N. á Þelamerkurhéraði þá bíði fólk í löngum röðum og hafi þegar óskað félagaskipta, um leið og félagaskiptaglugginn opnar á ný að loknu tímabili

Fleira hefur nú ekki heyrst á götum bæjarins en við höfum eyrun opinn

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!