mánudagur, apríl 08, 2013

Út að hjóla



Við hjónaleysin skruppum aðeins út í gær þar sem við brugðum okkur í örstuttan hjólahring. Vegna breyttra fjölskylduaðstæðna hefur nú ekki mikið gerst hjá okkur síðustu mánuði og var því ljúft að komast aðeins út þó svo stutt hafði verið.
Við hjóluðum nú bara frá Háaleitisbrautinni niður á Sæbraut, meðfram sjónum uns endað var í miðbæ Reykjavíkur. Kíkt var aðeins á Austurvöll þar sem mannlífið var heldur dapurt en einhverjir útlendingar voru heldur ósáttir við Alþingi Íslendinga. Kíkt aðeins í Hljómskálagarð og síðan ýmsar krókaleiðir aftur heim á H38 og reynt að bæta mannlífið við Klambratún. En amk gott að komast aðeins út svona í upphafi vors.

Myndavélin var með í för og má sjá afraksturinn hér


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!