Ammæliskökur
Laugardagurinn rann upp og það var frekar lágskýjað og skv vefmyndavél var þoka uppi fjalli. Svo spilaði það líka inn að okkur hafði verið boðið í 7 ára afmæli um daginn svo það tók því varla að skella í þokuna sem og nennan var eiginlega heldur ekki til staðar. En allavega þá skelltum við okkur í ammælisboð og vorum þar svo sem bara í rólegheitum. Eftir sykuráfallið var rölt niður á Glerártorg til að næla sér í páskaegg en Nettó átti bara ekki til draumapáskaeggið svo þetta breytist bara í heilzubótargöngutúr niður á Eyri í þar sem hægt var að fá ásættanlegt páskaegg í Hagkaupum. Kveldið fór síðan bara í almenna leti og afslöppun heima við fyrir framan sjónvarpið.
En fyrir áhugasama þá eru myndir hérna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!