þriðjudagur, apríl 23, 2013

Ungur hlaut ég yndisarf



Þá er svo gott sem komið að hinum árlega sumardeginum hinum fyrsta. Mörg undanfarin ár hafa V.Í.N.-verjar gjört það að leik sínum að bregða undir sig betri fætinum þennan dag og gjört eitthvað skemmtilegt. Það hefur verið haldið í jeppaleiðangur upp á Langaskafl og síðan sú hefð sem Stóri Stúfur kom á að halda á Snæfellsjökull. En þó með nokkrum undantekningum eins og gjörist.
Nú er bara einfaldlega smurt hvort fólk hefur áhuga á einhverju komandi fimmtudag. Allt er opið t.d. skíði í Bláfjöll, hellaferð, hjólheztatúr nú eða bara fjallganga, þá kannski taka yngstu V.Í.N.-liðana með og velja þá bara hól við hæfi. Reyndar þarf Litli Stebbalingurinn að sækja vinnu kl:1800 svo ekki er boði amk fyrir kauða að fara langt. En alla vega ef svo ólíklega skyldi vera að einhver læsi þetta og hefði jafnvel áhuga að fagna sumri með útiveru má sá hin sami tjá sig skilaboðaskjóðunni hér að neðan.
Fleira var það ekki í bili og bara gleðilegt sumar

2 ummæli:

  1. það væri gaman að smella sér í bláfjöll ef það er opið. virðist vera nóg af snjó

    Kv.maggi

    SvaraEyða
  2. Ég er vel til að skella mér í Bláfjöll. Þarf maður ekki amk að ná eins og einum skíðadegi þar á þessu tímabili

    SvaraEyða

Talið!