þriðjudagur, apríl 16, 2013

Páskar 2013: Fimmti hluti

Páskarnir enda



Bezti vikudagurinn, þ.e mánudagur, var bjartur og fagur að vanda. Auðvitað var lítið annað að gjöra í stöðunni en skella sér í föðurlandið og koma sér upp í fjall. Eitthvað hafði nú fækkað frá páskadag og er það var vel. Hitti Hauk Eggerts, íslandsmeistara í að tapa fyrir MR í Gettu Betur, upp í fjalli og skíðaði með honum þann dag. Það var svo sem ágætt enda aðstæður hinar fínustu.
Svo kom að því að það lokaði og því að koma sér og sínum heim á ný. Óhætt er að segja að heimför hafi gengið eins bezt verður kosið. Skotta svaf bara í sínum rólegheitum aftur í á meðan burrast var í Borg óttans. Þar með lauk þessum páskum og annars prýðis páskaferð þó þessi hafi verið rólegri en margar síðustu árin

Vilji fólk skoða myndir fá deginum má gjöra það hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!