Langur bíltúr
Flöskudagur rann upp og okkar beið akstur til Agureyrish. En engin ástæða til að flýta sér um of. Það bauðst að fara í hádegismat og éta þar afganga úr veizlu gærdagsins. Eftir að allir voru mettir var sest í sjálfrennireiðar og ekið af stað sem leið lá til Agureyrish. Þegar ekið var yfir Kolgrafarfjörð gaus upp líka þessi fína lýsislykt af síldarforða Nesverja. En hvað um það leiðin lá áfram meðfram Skógarströndinni. Gert var örstuttur stanz í Búðardal áður en haldið var á Laxárdalsheiði. Allt þetta gekk bara ágætlega og litli farþeginn svaf bara vært. Við renndum aðeins við á Hvammstanga til góðkunningja okkar Boggu og Eyþórs auðvitað Katrín líka. Þar skildum við kvennfólkið eftir á meðan kallarnir heldu út á Vatnsnes til að skoða framkvæmdir á Ánastöðum.
Eftir að allir voru aftur orðnir mettir var bara skottast áfram þjóðveg 1 til Agureyrish. Kannski er vert að minnast á það að aðeins snjóaði á okkur á leiðinni og var það bara vel. Þetta var bara langur bíltúr landshorna á milli og fátt svo sem merkilegt við það.
Engu að síður eru myndir fyrir áhugasama hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!