sunnudagur, apríl 28, 2013

ˈEːɪjaˌfjatl̥aˌjœːkʏtl̥



Síðasta messudag, þ.e fyrir viku síðan hélt Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík á Eyjafjallajökull. Upphaflega planið var að fara í tveim hópum. Annar ætlaði Skerjaleið og enda á Fimmvörðuhálsi á meðan hinn ætlaði upp frá Seljavöllum. Litli Stebbalingurinn fékk þá flugu í höfuðið að skella sér með og þá upp frá Seljavöllum. Maggi Brabra ákvað að skella sér með, sömuleiðis var VJ boðið með en því miður þurfti hann að afboða sig vegna veikinda heima fyrir.  Upphaflega var planið að fara upp á plönkum upp að Guðnastein og skíða síðan þar niður. Skjót skipast veður í lofti því á miðri leið austur var ákveðið að allir færu upp Skerjaleið. Þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Maggi Brabra

Síðan var þar líka Benfield sem má alveg teljast limur og svo auðvitað góðkunningi okkar hann Matti Skratti. Fleiri kunnugleg andlit fyrir V.Í.N. voru þarna á ferðinni eins og Guðni gamli, Viktor og Áslaug sem fólk á að kannast við úr fyrri Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðum.

En hvað um það. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir til að byrja með og rölt upp skellt undir sig skíðunum. Það var frábært veður og skyggni er við komum að Goðastein og gígurinn sást vel. Gaman að því. Síðan var haldið áfram sem leið lá að Hámundi. Eftir því sem leið á ferðina þá dró alltaf meira og meira úr Litla Stebbalingnum, sömuleiðis dró fyrir sólu og skyggnið nánast hvarf. Er komið var að Guðnastein sást ekki tilgangurinn að halda á Hámund, enda kominn Elvis í báðar lappir og skíða bara niður. Enda var það tilgangurinn allan tímann.
Það var þrímennt niður að Seljavöllum. Auk Litla Stebbalings voru það Maggi á móti og Benfield. Skyggni var ansi takmarkað og stundum sáum við línu frá Fjalló og gaf það okkur viðmið. En þegar neðar dró skánaði skyggnið og hægt var að reyna að skíða fallega. En alla vega var hægt að skíða niður í ca 480 m.y.s og er það vel. Síðan voru bara skíðin öxluð og arkað niður á bílastæði. Þar þurftum við að hinkra aðeins eftir Eldri Bróðirnum, sem hafði eytt deginum á Mýrdalsjökli í jeppó, til að skutla okkur að Seljalandsfossi þar sem Polly beið okkar.
Við skriðum svo í borg óttans seint á messudagskveld sáttir en þreyttir eftir langan og góðan dag.

Vilji einhver skoða myndir frá deginum má gjöra það hér

Kv
Skíðadeildin

2 ummæli:

Talið!