þriðjudagur, apríl 30, 2013

Tvoföldun kvikmyndasjóðs

Á morgun er fyrra kveld hins árlega Banff fjallamyndahátíð ÍSALP. Líkt og mörg undanfarin ár þá hafa V.Í.N.-liðar fjölmennt í bíó þessi tvö kveld og vonandi verður ekki breyting á þetta árið. Til að hita aðeins upp þá birtist hér dagskráin fyrir annaðkveld



  • plusThe Gimp monkeys

    Hvað hefur 4 fætur, 3 höfuð og 5 hendur? Klifrarar sem ætla að vera fyrsta fatlaða teymið sem fer upp hinn fræga vegg El Capitan! Mjög skemmtileg og hvetjandi mynd.
    • Tegund:
    • Klifur
    • Lengd:
    • 8 mín
  • plusStrength in numbers

    Stuttmynd um hjólasportið eins og það gerist best, downhill og stökk eru meðal efnis.
    • Tegund:
    • Fjallahjól
    • Lengd:
    • 15 mín
  • plusCrossing the ice

    Tveir Ástralskir ferðalangar ákveða að ganga fyrstir á suðurpólinn án mikillar ferðakunnáttu og til baka en lenda í óvæntu kapphlaupi við norðmann sem stefnir á sama markmið.
    • Tegund:
    • Ævintýri
    • Lengd:
    • 44 mín
  • Hlé

  • plusThe Denali experiment

    Frægir fjallamenn og skíðamenn sameinast. Sage Cattabriga-Alosa og Lucas Debari sem eru frægir skíða- og brettamenn slást í för með Conrad Anker ofl. um að klifra Denali og skíða svo niður.
    • Tegund:
    • Fjallaskíði
    • Lengd:
    • 16 mín
  • plusLacon de Catalonia

    Hjólastökk, stutt mynd um stökk og trikk bæði á fjallahjólum og mótorkross hjólum í brautum.
    • Tegund:
    • Hjól
    • Lengd:
    • 5 mín
  • plusWanna ride?

    Skíðað niður há fjöll með fallhlíf á bakinu, farið fram af klettum, milli steina og allt sem fjallið hefur uppá að bjóða.
    • Tegund:
    • Skíða paraglide
    • Lengd:
    • 3 mín
  • plusReel rock 7: La Dura Dura

    Chris Sharma þarf vart að kynna fyrir neinum sem eru í klifursportinu en hann hefur um árabil verið að finna og leggja erfiðustu klifurleiðir heims.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!