Skírnin staðfest
Sú hefð hefur skapast á síðustu þremur árum hjá okkur Krunku að skunda norður yfir heiðar yfir páskahátíðina. Þetta árið var ekki undantekning á þeirri hefð nema það bættist við einn farþegi þ.e Skotta Twist.
Líkt og með sumarferðina okkar í fyrra verður ferðasagan sögð í nokkrum köflum og í dag verður sagt frá degi 1 sem var skírdagur.
Þannig var mál með ávexti að litlu fjölskyldunni hafði verið boðið í fermingu vestur á Ólafsvík á skírdag og líka gisting aðfararnótt flöskudags. Leiðangursmenn voru:
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Síðan sá Polly um að koma okkur fram og til baka að gömlum og góðum vana
Ekið var sem leið lá vestur á Snæfó í vorblíðu, bara eftir þjóðveginum og ekkert spennandi við það. Sú stutta svaf bara eins og góðum ferðalangi sæmir. Við komum svo í Snæfellsbæ og eitt það fyrsta sem við sáum var þessi glæsilega Jeep bifreið. Þar sem allir voru við messuhöld í sveitinni var bara runtað aðeins um sveitarfélagið meðan biðið var eftir því að hleypa okkur inn á gömlu verbúðina þar sem við gistum. Síðan var bara veizlan hefðbundin og étið á sig gat. Loks um kveldið var svo hætt að gæða sér á einum páska Steðja, síðar um kveldið var farið í léttan göngutúr um bæinn með Skottu í poka framan á sér og kíkt í heimsókn. Likt og flest kveld endaði þetta með því að farið var að sofa.
En allavega þá eru myndir frá deginum hérna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!