Jæja gott fólk, er ekki kominn tími á það að endurvekja hina sívinsælu V.Í.N.-rækt svona rétt áður en sumarið er liðið.
Rétt eins og flestir vita þá hefur það tíðkast síðustu þrjú sumur að nota þriðjudag nú eða miðvikudaga (fer eftir hvor dagurinn hefur hentað undirrituðum) til léttrar útiveru undir berum himni hvort sem það er þá ganga, hjólað nú eða sundsprettur
Nú er allt að því langt liðið fram í júní og ekkert farið að gerast ennþá, því hefur Litli Stebbalingurinn ákveðið upp á sitt eins dæmi að efla til göngu nú komandi þriðjudag. Ekki á nú að ráðast á garðinn þar sem hann er hæðstur heldur bara skunda upp á Keili. Hafi einhver áhuga að skella sér með er sá hinn sami velkominn og gaman væri að hittast á N1 við Lækjargötu í Gaflarabænum kl:1900 nk þriðjudagskveld
Kv
Göngudeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!