þriðjudagur, júní 08, 2010

Háskólabrautin Keilir



Eins og auglýst var hérna þá hófst loks V.Í.N.-ræktin í ár núna í kveld.
Engu var farið sér óðslega svona í upphafi og rétt skundað upp á Keili á Reykjanesi. Það endaði með því að fjórar sálir lögðu af stað í leiðangur, sem hvorki var þó leiði né angur, en þar voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn
Blöndudalurinn

Skemmst er frá því að segja að allir komumst upp á topp og aftur niður í bíl. Það sem aftur á móti telst til tíðinda er að uppi á topp var nánast logn. Slíkt hlýtur að teljast verðurfræðilegt afrek. En hvað um það. Hafi fólk áhuga má sjá myndir úr túrnum í bongo blíða hérna

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!