þriðjudagur, júní 15, 2010
Nonnamessa
Rétt eins og alþjóð ætti að vera kunnugt þá hefur sú hefð skapast hjá Göngudeild V.Í.N. að þramma yfir Fimmvörðuháls Jónsmessuhelgina undanfarin ár, reyndar þó með nokkrum undantekningum.
Nú þegar sá tími nálgast að allar beljur þessa lands fari að tala og karlmenn velti sér naktir upp úr dögginni þá komin tími á eina smurningu.
Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum þarna úti þá hefur aðeins kraumað á þessum slóðum síðustu mánuði en því virðist vera lokið í bili amk. Því spyr maður hvort einhver stemning sé fyrir því að tölta þarna yfir þetta árið.
Undirritaður og Hvergerðingurinn ræddu þessi mál lítils háttar í síðustu V.Í.N.-rækt og komust að þeirri niðurstöðu að þetta væri vel gjörlegt ef hafður væri réttur búnaður með í för.
Spurt er því hvort það sé vilji til að taka hefðbundna, en samt aðeins óhefðbundna, Jónsmessugöngu yfir Hálsinn eða hvort fólk hafi áhuga að breyta til og fara annað þetta árið.
Orðið er laust í skilaboðaskjóðunni hér að neðan og gaman væri að heyra liðið tjá sig aðeins
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!