sunnudagur, júní 13, 2010

Fyrr var oft í koti kátt




Ætli það sé ekki rétt að uppfæra stöðuna á 35 tindaverkefninu (ef einhver skyldi hafa áhuga á að fylgjast með því) og um leið monta sig af framtaki helgarinnar.

Nú um rétt liðna helgi skundaði undirritaður á svokallað Kotmót, sem er svona eitthvað ættarskrall hjá Krunku og co. Þetta húllumhæ var haldið í Laxárdal í Dalasýslu svo maður hugsaði sér gott til glóðarinnar og nýta ferðina. Jafnvel að bæta við tveim tindum í 35 tindaverkefnið ásamt því að taka út nýja ,,náttúrulaug". Allt þetta hafðist og gott betur því eftir helgina eru komnir þrír nýjir toppar í safnið.
Á flöskudag var komið við á Grundarfirði og haldið upp á Kirkjufell. Alveg óhætt að mæla með því fjalli. Held að það sé með því skemmtilegra fjalli sem Litli Stebbalingurinn hefur farið upp á. Bæði er uppgangan skemmileg, jafnvel ógnvænleg á köflum, síðan er frábært útsýni á toppnum.
Laugardag var byrjað á því að skella sér í Guðrúnarlaug á Laugum í Sælingsdal. Prýðilegasta laug það en má varla vera heitari. Eftir að hafa aðeins heyrt í heimafólki á staðnum var ákveðið að skella sér á Bjarnarfjall sem er upp á Laxárdalsheiði. En varla hægt að tala um beint fjall heldur meira svona þúst eða smá hæð á heiðinni. En engu að síður var það 473 m.y.s svo það það er vel innan marka til að teljast með í 35 tindum. Í bakaleiðinni fórum við líka upp á Svarfhólshnjúka en tel þá ekki með.
Svo messudag á heimleiðinni röltum við upp á Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi. Flott fjall úr fjarlægð og skemmtilegir litir í þvi. Þokkalegasta fjall en aðeins grýtt og eins og oft þá er ágætis útsýni á toppnum af því.
Kominn tími að hætta þessu og þreyta ekki fólk lengur þá er kannski rétt að benda á það hér má nálgast myndir frá helginni

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!