laugardagur, nóvember 16, 2002

Var að kanna hvort ég gæti ekki fundið framtíðar maka á netinu. Verð nú að segja þeim til hróss að þetta eru ekki föngulegustu konur sem ég hef séð, helst að þessi komi til greina, enda kveðst hún vera hagfræðingur. Hún vill hins vegar hitta blíðan, vingjarnlegan og umhyggjusaman mann, sem hefur vott af húmor, sú lýsing passar alls ekki við mig, þannig að ég á engan möguleika! Þessi er einnig alveg mögnuð og kemur vel til greina fyrir klæðaburð og frumleika, held hún myndi passa mjög vel við mig. Ætli hún hafi heklað peysuna sjálf? Fá eina svona með póstkröfu fyrir jólin, hvort tveggja konuna og peysuna!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!