Eins og áður hefur komið fram líður senn að átveislunni miklu (Le Grand Buffet) sem fram fer að Ölvunarborgum um komandi helgi. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvað skuli vera á boðstólnum en til stendur að hittast í Heiðarásnum (athvarfi Boga og Loga) á miðvikudagskvöldið kl. 20.30 og ræða þau mál. Þeim sem vilja leita hugmynda að réttum fyrir átveisluna er bent á
uppskriftir.is. Allir sem vilja hafa áhrif á matseðil kvöldsins eru hvattir til að mæta!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!