föstudagur, nóvember 29, 2002

jæja þá er komið að því
Magnús Blöndahl er opinberlega orðinn celebi og nú skulið þið halda ykkur í.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildu var ég nefndur í Fókus í hverjir voru hvar.
Ég læt að sjálfsögðu ekki upp um heimildir mínar nema ég kem kannski með
vísbendingar. Fyrsti stafurinn er A og sá næsti rnór þið megið geta ykkur til
hver er það.
Nú þá er það bara að fara nýta sér óvæntu frægð mína og fara troða mér fremst
í allar raðir á öllum börum bæjarins. Þið fáið kannski að hanga með ef þið biðjið fallega
en ég er samt ekki viss að þið fáið að fljóta með því ég er orðinn svo merkilegur með mig
og frægur. Næsta mál á dagskrá er að koma sér í Séð og Heyrt og verða frægur fyrir ekki neitt.
Maður kemst kannski í sama flokk og Villi "ritgerðastelir" og Fjölnir liðleskja...nei ég meina
athafnamaður nei ég meina liðleskja.....hverjum er ekki sama þetta þýðir hvort eð er það sama!!!!!!
Bottom line: Það er eins fallegt að þið börnin stór og smá verðið reglulega dugleg við að sleikja
mig upp og gefa mér fullt af bjór svo þið fáið kannski að "væblast" í grennd við mig............
........ magnús það eru bláu pillurnar á föstudögum fyrir hádegi og þær grænu eftir hádegi en ekki öfugt!!!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!