miðvikudagur, nóvember 13, 2002

ég held að við getum öll tekið félaga vorn Arnór Hauksson til fyrirmyndar og ýtt undir "ídolsdýrkun" á honum, því hann er maður mikilla verka og mikilla orða
en vandamálið er að hann stendur við þetta allt!!!!
Rámar einhvern sem í þessari frægu bústaðarferð var, þegar Arnóri þótti það gáfumerki mikið síðla laugardagskvelds að koma með til Ítalíu á skíði þó skíðakunnátta væri lítil sem engin og skíðin ekki til!!!
Ekki vandamálið, því hann á snjóbretti árgerð 1991 sem hann hefur reyndar ekki stigið á síðan Ísland skeit á sig í B-keppninni í Austurríki um árið (minnir að það hafi verið 1993...má vera að það sé einhver vitleysa) en það er ekkert vandmál fyrir Arnór Hauksson.Hann er búinn að kaupa sig inní leiðangurinn og hefur því okkur sem ætlum að fara bæst góður liðsmaður í skemmtunina (varla telst hann góður liðsmaður á skíðin!!!!).
Þetta fullyrði ég að sé á sama kaliberi og þegar Stefán nokkur, sem kenndur er við dans flaug alla leið frá ammirikkunni til að detta í það í Mörkinni hér forðum daga!!!!
Megi guðsfriður ríkja yfir ykkur og heimilum ykkar....alla vega fram yfir hádegi á föstudag!!!!
Góðar stundir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!