fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Það er alltaf góð stemning í neðri deildunum í Englandi, þessi er fengin af gras.is:
Knattspyrnustjóri enska 3. deildarliðsins Exeter, Neil McNab, er alveg æfur af reiði út í Brian Curson dómara sem rak 5 leikmenn út af með rauða spjaldið á 2 mínútum í viðbótartíma í 2-1 tapleik gegn Cambridge um helgina. McNab sakar dómarann um að hafa gjörsamlega misst tökin á leiknum þegar hann vinkaði hverjum leikmanninum á fætur öðrum með rauða spjaldinu sínu í kjölfar uppþots leikmanna á milli upp við hornfánann.
Fjörið hófst á 90. mínútu þegar Kevin Miller markverði Exeter vikið af velli fyrir brot á leikmanni Cambridge sem kom æðandi með boltann í átt að vítateignum. 2 mínútum síðar leystist leikurinn upp í rifrildi og Curson dómari sendi fjóra leikmenn til viðbótar í sturtu, tvo úr hvoru liði. McNab mun örugglega ekki senda Curson dómara jólakort.
Að segja að dómarinn hafi misst tökin á leiknum er of vægt til orða tekið. Hann rak meira að segja rangan leikmann af velli. Ég held svei mér þá að hann hafi misst stjórnina á þessu.” sagði Exeter stjórinn súr í bragði.
Aldrei áður hefur jafnmörgum leikmönnum verið vikið út af á svo skömmum tíma í deildarleik í Englandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!