þriðjudagur, nóvember 19, 2002
Eins og fram kom fyrir helgi þá fór mælingadeild VÍN í mælingaferð (eins og nafn deildarinnar gefur til kynna). Á föstudagkvöld lagði annar helmingurinn af stað, það var að sjálfsögðu betri helmingurinn. Eftir að hafa verslað hjá Tíkinni í túninu var snætt á KFC á Selfossi. Eftir að hafa tankað í Hrauneyjum og lokið ferð sinni á Biskupinn var ekkert til fyrirstöðu að fjósa upp í jökulheima. Þegar leiðin lá framhjá Vatnsfellsvirkjun þá var GPS-tækið ekki alveg sammála var leiðin væri. Það kann etv vill að skírast af því að nú er kominn heljar eitt mannvirki og Lalli frændi búinn að færa veginn um leið og hann hækkaði hann. Eftir afleggjarann að Jökulheimum var komið var keyrt á snjóbreiðu og á harðfenni. Adam var ekki lengi í paradís því eftir svona ca 3 km var komið á auðann veginn fyrir utan nokkra skafla sem voru í veginum (ef skafla má kalla). Rétt fyrir miðnætti birtust svo skálar Jöklarannsóknarfélagins í Jökulheimum okkur. Við skoðun eftirlitsmanna kom í ljós að olía í gamla skálanum var búinn svo það var ekkert annað að gera nema flýja í nýja skálann. Það er nefnilega óhætt að segja að það hafi verið kalt, þó ekki fastar að orði kveðið. Það tók smá tíma að koma olíuofninum í gang enn það hafðist um síðir. Ekki var mikið um bjórdrykkju þetta kvöldið og samtals voru tveir bjórar kláraðir þetta kvöldið. Slíkt verður að teljast léleg framistaða. Menn afsökuðu sig með því að kalt væri, þá er gott að eiga góða úlpu þó að hún sé ekki ný, líka með því að daginn ætti að taka snemma morguninn eftir. Um tvöleytið var farið í koju og var þá aðeins farið að hlýna inni og hitastigið orðið nokkrum gráðum heitara inni þá mælt í fahrenheit. Kl 07:14 á laugardagsmorgni góluðu vekjaraklukkurnar í þar til gerðum símum þrátt fyrir góða viðleitni þá komu menn sér ekki á lappir fyrr ca 07:48. Hófust þá morgunnæfingar og leikfimi með Mullersæfingum. Er undirritaður var að ferma bílinn þá þurfti Zingerborgarinn að skila sér og það strax svo það var ekkert annað að gera í stöðinni nema að hlaupa á kamarinn, sem er hinn glæsilegasti af fjallakamri að vera. Er Jolli hafði lokið sér við að setja upp basestöðina var ekkert að gera í stöðinni nema að koma sér að stað. Við vorum nú ekki nema 45 á eftir áætlun sem verður bara að teljast nokkuð stundvíslega þegar V.Í.N er annarsvegar. Er Þröskuldi var náð var beygt til hægri og fundinn slóði einn og hann mældur um leið og hann var ekinn. Það tók örlítið lengri tími að aka þessa leið að Þórisósi heldur enn háskólamenntaður maður hafði tjáð Jolla. Nóg um það. Þegar við komum að Þórisós hittum við restina af mælingadeild VÍN eða þá Magga Brabra og Togga. Voru þeir að vonum glaðir að hitta okkur enda ekki búnir að bíða í nema klst eftir okkur. Þarna við Þórisvatn voru menn á beltagröfum, jarðýtum og 12 búkollum að grafa skurð. Þá hófust miklar vangaveltur um það á hvað tæki Stína væri að vinna á. Ekki fannst Stína þarna svo fjósað var sem leið lá upp á Sprengisandsleið og yfir brú eina sem var 5 tonna öxulþungi, eins gott að Blöndahlinn var ekki með í för því annars hefði maður þurft að láta hann lappa yfir brúna. Sprengisandur var ekkert erfiður yfirferðar þrátt fyrir að vegurinn væri fullur að snjó. Ekki mikið mál fyrir Willys Thruster með 20 psi í dekkjunum. Eini farartálminn var Svartá. Toggi fór fyrstur á ísbrjótnum frá síðustu ferð. Ísinn brotaðu undan mun fyrr heldur en menn höfðu reiknað með. Nú var ekkert að gera í stöðunni nema brjóta meiri ís og fleyta honum undan. Eitthvað var svo vatnsyfirborðið farið að hækka vegna ísklakkatregðu neðar sem varð til utaf engu. Engu að síður þá komst Patrolinn upp með smá aðstoð ameríska hestafla. Nú var bara að prufa Willysinn í þessu og ofan í fór hann og uppúr hinum megin. Naglarnir, no spinið og bensíngöfin fengu að vinna fyrir kaupinu sínu þarna. Toggi fór svo á Pattanum yfir aðeins ofar og það án þess að bleyta dekkinn. Þarna veltu menn því líka fyrir sig hvenær Toggi yrði sóttur svo það var um að gera að koma honum yfir lækinn sem fyrst. Eftir ´hadegismat og hádegisbæn lá leið okkar að Hágöngulóni. Þegar þar var komið upp hófust miklar og djúpar pælingar hvar ætti að fara yfir. vildi Jolli að fjósað yfir á affallstíflunni. Eitthvað voru bílstjórarnir tregir við þá framkvæmd og fallist var á að kanna aðstæður neðar. Viti menn þar var fært yfir og yfir komust við þokkalega heilir á húfi og geði. Nú lá leið okkar einhvert og var ætluninn að enda aftur í Jökulheimum. Við keyrðum í gegnum Hágönguhraun uns við komum að einhverju fjalli og sáum slóða því var ekkert til fyrirstöða að elta þennan slóða og vona að hann myndi enda einhverstaðar annars staðar en í ógöngum. Þarna fórum við í rúma 1100 metra hæð og frostið niður í 15gráður auk vinds sem bles eitthvað. Þarna fyrir einhverja brekkuna sá maður sig tilneyddan að hleypa úr dekkjunum og fór niður í heil 12 psi enda mikið um stórgrytti þarna og einstaka skafla. Þarna fórum við niður eina þá bröttustu brekku sem minnti mann á brekkuna hjá Fjallkirkju um árið. Flotlega eftir brekkuna komum við að skála. Við fylgdum svo slóða þarna og mældum. Fórum yfir Sylgju á punkti. Gekk nú ferðinn þokkalega stórtíðindalaust fyrir sig uns að Jökulheimum var komið aftur því þá gekk erfiðlega hjá sumum að finna skálanna en gekk að lokum með smá aðstoð. Er í skála var komið um 18:30 var hafist handa við eldamennsku. Á matseðlinum var kjúklingaréttur hinn ágætasti. Við snæddum þetta með bestu lyst og skemmtum okkur yfir gestabókafærslum Köggulsfélaga. Eftir mat var minnið á tækinu klárað og eftir að basestöðinn var tekinn saman lá leið okkar til byggða. Á leiðinni tóku sumir vitlausabeygju og áttuðu menn sig missnemma á mistökunum Toggi og Jolli enduðu í Veiðivötnum meðan ég og Brabrasonurinn dóluðum okkur í Hrauneyjar. Þar var orkuvökva dælt á og lofti pumpað í dekkinn. Svo skiluðu hinir sér og var þá ekkert til fyrirstöðu að koma sér í bæinn í veigadrykkju þar. Þá kom í ljós að afturhjólalega (þessi leiðinlega) hjá pabbahanstoggabíl var líklegast farinn. Undirritaður brá sér á fógetann og þeir Patrolmenn notuðu tækifærið og komu sér af stað enda þurftu þeir að fara hægar yfir heldur en alla jafna. Við ákváðum svo að bíða eftir þeim við þjóðveg eitt, enda voru þeir ekki langt á eftir, vegna þess að það er ekki þorandi annað nema fara í gegnum Selfoss í hópum. Í Kömbunum tók Toggi fram úr Willys enda þá kominn í annan gír á snúningi sem hvorki ég né Willysinn látum okkur dreyma um að komast á. Þar sem Willysinn lætur menn og bíla ekki komast upp með að taka fram úr sér í kömbunum, nema þeir séu frá sama framleiðslulandi og hann sjálfur, þá tók Willy aftur forystuna efst í Kömbunum og hélt henn alveg þanngað til að við komum heim til Jolla og enduðum ferðina þar. Það flýtu menn sér sumir til að komast á árshátíð og aðrir í almenna drykkju. Eftir að hafa heilsað upp á afgreiðslustelpurnar á barnum á Hverfisbarnum þá endaði kvöldið á einum sveittum Nonnabita og með Stóra Stúf mér við hlið í leigubíl sofandi. Ég vona bara að einhver hafi haft einhvert gagn að þessum lestri og einnig nokkurt gaman
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!