mánudagur, nóvember 18, 2002

Það er víst ekki tekið út með sældinni að verða fyrir líkamsárás! Gerði rétt í þessu stutta heimsókn til læknis sem tjáði mér það að í öllum hamaganginum sem gekk yfir þegar ég varð fyrir árásinni um þarsíðustu helgi brákaðist rifbein. Brákun á rifbeini lýsir sér helst í viðbjóðslegum verkjum sem fylgja öllum hnerrum auk þess sem ýmsar aðrar hreyfingar geta verið sársaukafullar. Niðurstaðan er sú að ég verð einungis að stunda léttar æfingar næstu fimm vikurnar (bjórglasalyftingar hljóta að teljast léttar æfingar) auk þess sem ég má ekki lyfta neinu þungu (ekki drekka stærri en hálfslítra bjór).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!