fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Fyrst að maður er lokins opinberlega orðinn tölvunörd þá er alveg eins gott að koma hugmyndum sínum á framfæri á netinu eins hvar annarstaðar. Nóg um það. Best að koma sér að efninu. Þannig er má með ávexti að nú er manni farið að langa í aðra jeppaferð sem mín hugmynd er að fara á aðventunni eða sannkallaða aðventuferð. Fyrir okkur sem höfum lokið skólagöngu (í bili amk) og erum farnir að stunda verðmætasköpun þá var mér að detta í hug helgina 6-8.des n.k. Sú leið sem hafði hvarlað að mér að fara er eitthvað á þessa leið. Á flöskudeginum að þjóta yfir holt og hæðir í austurátt uns við komum að Geysi þar sem áhugasamir geta skoðað Geysi og aðra hveri. Meðan á skoðun færi fram væri hægt að nota tímann fyrir aðra til að tanka og fá sér pulsu. Þegar öllum þessum erindagjörðum væri lokið væri upplagt að halda för áfram og fara framhjá næstu virkjunaráformum Landsvirkjunnar þ.e.a.s Gullfossi og uppá Kjalveg. Það myndi svo fara eftir færð og öðrum óvissuþáttum hve langt upp á Kjöl við myndum fara. Það eru nokkrir skálar sem koma til greina sem gististaðir þessa fyrstu nótt. Fyrstan ber að telja Fremsta-Ver svo er líka Hvítárnes þar er víst gott að heilsa uppá drauga, segir sagan allavega. Svo kemur náttúrulega til greina gamalkunnur skáli okkar V.Í.N-liða sem er Árbúðir. Spurning um að hafa Gvandala-Gústala með og fá hann til að missa eins og eitt afturhjól undan, fá frosið vatn inn á vélina og steikja startarann. Svona uppá gamla tíma. Kannski líka málið að yfirfylla Willysinn, nei ég held ekki, best að sleppa þessu. Síðasti gististaðurinn sem kemur til greina þessa föstudagsnótt er Svartárbotnar. Fyrir þá sem ekki eru vissir er sá skáli rétt norðan við afleggjarann í Kerlingafjöll. Eftir morgunbæn laugardaginn 7.des yrði haldið sem leið liggur í átt að Kerlingafjöllum og ef vel liggur á okkur væri vel hægt að kíkja á stemninguna í Kelló. Það er aldrei að vita nema Carmen Diaz verði á svæðinu. Hvort sem við myndum koma við í Kerlingafjöllum eða ekki þá myndi leið okkar liggja í átt að Leppistungum fylgja það slóða og fara yfir ár. Seinni gististaður yrði svo Svínárnes þar sem þetta hefðbunda myndi taka við, kjötát og inntaka skáldamjöðurs. Sunnudagurinn færi svo bara í að koma sér heim með einum eða öðrum hætti. Þetta er allavega mín hugmynd með aðventuferð og ef þið hafið aðrar grillur þá er bara að koma þeim á framfæri. Það er um að gera að nýtta svartasta skammdegið meðan það gefst. Hvað segið þið við þessu? Er ekki góð stemning fyrir þessu? Svo þegar við komum í bæinn getum við getið út jólastressið á mettíma. Þetta er, myndi ég segja, gott mál. Nú er bara að bera út fagnaðarerindið og um leið að leggjast á skeljarnar og fara með snjóbænir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!