mánudagur, nóvember 25, 2002

Áfram með sögurnar, fann þessa hjá Öryggismiðstöð Íslands og minnti þetta mig óneitanlega á Jarlaskáldið Arnór:
Hann vaknaði við vondan draum maðurinn sem sofnaði á skemmtistað um helgina. Hann svaf vært og það fór mjög lítið fyrir honum, það lítið að starfsmenn staðarins urðu ekki varir við hann þegar þeir gengu frá. Þegar leið að morgni rumskaði náunginn og teygði úr sér og það var eins og við manninn mælt, þjófavarnabúnaðurinn fór af stað og 120 desíbila hávaði dundi á gestinum sem rauk upp með andfælum. Um leið og kerfið fór af stað fékk Öryggismiðstöð Íslands boð um innbrot á staðinn. Öryggisverðir voru fljótir á vettvang og hleyptu titrandi og skjálfandi gestinum út í þögulan og friðsælan morguninn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!