föstudagur, nóvember 15, 2002
Það líður að helgi en aldrei þessu vant er hætt við því að helgin verði nokkuð róleg hjá VÍN-verjum. Flestir ætla að jafna sig eftir ævintýri síðustu helgar og amk tveir þurfa að liggja sjúkralegu um helgina og er ég annar þeirra (halda skal nefi frá hnjaski í uþb. 2 vikur og bannað er að nota sólgleraugu á þeim tíma!). Þó veit ég til þess að mælingadeild VÍN ætlar að gera sér ferð upp í Jökulheima í kvöld til þess að safna GPS hæðarmælingarpunktum fyrir Raunvísindastofnun HÍ. Þess fyrir utan eru menn í viðbúnaðarstöðu vegna hugsanlegs eldgoss í Mýrdalsjökli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!