Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að rífa aðeins kjaft.
Menn hafa verið óvenjuspakir í blogginu að undanförnu og hefur lítið komið frá okkur félögunum
nema ef vera skyldi frá VJ.
Því kem ég hér með mjög þarfa og góða umræðu
um hver skuli vera verndari þessa góða félagsskapar og kem ég með eina tillögu.
Ekki er meiningin að drulla á gamlan og góðan vin eða hana Brynju Spjót og Rauðumbjúgnagallann góða heldur er
það því miður sorgleg staðreynd að mesti glansinn er horfinn af henni (þarf kannski að
bóna hana örlítið!!!!!) . Klassískir slagarar á borð við
Ooooops I didi it again eða eins og útleggst á íslensku: óguðminngóðurogfariþaðígrákolaðogallteraðfaratilandskotan ég gjörði það á nýjan leik!!!!!
hafa yljað okkur um hjartaræturnar og oft verið tilefni til dansskaka og fíflaláta en svo ég geri langa og leiðinlega sögu stutta þetta er orðið þreytt!!!!!
(ef þið eruð ósammála verið það mér er alveg skítsama!!!!!)
Þar að auki þá er eitt lítið atriði getur ekki talist til góðra kosta fyrir hana Brynju
sem þó er af slíkri stærðargráðu að erfitt getur reynst að finna stað í hjarta okkar til að fyrirgefa. En það er að
hún Brynja var svo merkileg með sig (kannski velgengnin hafi stigið henni til höfuðs......hver veit) að hún ómakaði sig ekki einu sinni við það að spjalla þó ekki
væri nema stundarkorn við VÍN-félaga sem þó gerðu sig út í krossferð til Ammirikku bara til þess eins að hitta hana. Ekki nóg með það heldur streymdi
fjöldinn allur af VÍN-félögum í heimsókn til krossfaranna (í lengri eða skemmri tíma) og hvað gerðist. Heyrðist ekki múkk frá Brynju segi það og skrifa!!!!
Því kemur hér með tillaga ein svo ég röfli aðeins fyrir minn túlla aaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrgggggggggggggg
Vessgú og njótið vel
Ég sá hana í Leno og þetta er bara ekki sanngjarnt!!!!!
Ég ráðlegg ykkur eindregið að skoða þessa síðu og fleiri myndir af þessu vinalega greyi.Jesúspéturíallannvetur
Verndarinn er mættur í sjoppuna
Góðar stundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!