mánudagur, ágúst 11, 2014

Sumarið 2014: Formáli



Það er óhætt að segja að þetta sumarfrí, sem nú er nýlokið, hjá Litla Stebbaling&CO hafi verið örlítið öðruvísi en mörg önnur sumarfrí síðustu ára. Kom það til m.a vegna leti almennt, brúðkaups og nokkra óvæntra atburða t.d bilanna. En svona í stuttu máli þá byrjaði sumartúrinn á hinni árlegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2014 og það á fimmtudegi, svo tóku við 9 dagur á Agureyrish í tómu tjilli, skemmtilegt brúðkaupsútilega í boði Jarlaskáldsins og Tóta og síðan endaði í ferðalagi með Hólmvaðsklaninu sem reyndar tók á sig óvænt tvist strax á öðrum degi þess ferðalags. Annars er bara ætlunin að hafa þessar frásögn hefðbundna, enda greinarhöfundur einstaklega vanafastur, þ.e taka hvern hluta út í einu og það jafnvel dag fyrir dag. Vonandi en kannski ólíklegt að manni takist að gefa V.Í.N.-verjum góðar hugmyndir. Það kemur bara í ljós.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!