laugardagur, ágúst 30, 2014

Sumarið 2014: Agureyrish-Dagur 9



Það var kominn miðvikudagur og þá eftir hádegi fer að halla í rétta átt. Amk þegar það er venjuleg vinnuvika hjá venjulegu fólki. Þennan dag langaði Litla Stebbalingnum að kíkja á söguslóðir djáknas frá Myrká í Hörgárdal en þó aðallega til að sjá Hraundranga ,,hinum megin" frá þ.e ekki frá þjóðveg 1. Þetta var svo sem sæmilegasti bíltúr og alltaf gaman að koma á nýjar slóðir. Ekki er Hraundrangi síður tignarlegur séður frá Hörgárdal. Er við komum aftur í höfðuðstað norðurlands renndum við á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti en þar voru Bogga, Eyþór og Katrín ásamt fylgdarliði að koma sér fyrir. Úr varð að við buðum þeim í T12 til kaffisamsætis. Síðan fór bara restin af deginum og kveldinu í almennt ekki neitt svona eins og á að vera í fríinu.
Annars má svo skoðamyndir frá þessum degi hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!