þriðjudagur, ágúst 12, 2014

Sumarið 2014: Fyrstahelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð-fimmtudagurEftir sameiginlegan fjölskyldufund í júnímánuði var ákveðið að taka Helgina aðeins snemma og byrja hana á fimmtudegi. Að vísu var ekki ætlunin að fara alla leið inní Bása á Goðalandi þann dag eða öllu heldur kveld heldur láta bara duga að fara á tjaldstæðið á Hamragörðum.
Er lokið var að pakka í Rex og gjöra allt annan sem tilheyrir áður en haldið er með tjald og bjór út úr bænum var ekið sem leið lá um suðurland uns komið var að Hamragörðum. Við slógum þar upp gamla og trausta Tjaldborgartjaldinu og sötruðum eitthvað á öli á meðan. Er lokið var við að reisa bústað vor var haldið í þjónustuhús þar sem ætlunin var að flambera þar burgera. Það verður samt að segjast að eldhúsið bauð ekki upp á marga fiska, ef svo má að orði komast, reyndar var þar eldavél og svo panna til steikingar en þar með er það eiginlega upptalið. Alla vega þurfti Litli Stebbalingurinn að hlaupast nokkrar ferðir út í tjald til að pikka þar upp búnað svo hægt væri elda og svo éta. Verður að segjast að þetta dregur þetta tjaldsvæði niður í stjörnugjöfinni sem annars er hið ágætasta í flottu umhverfi og fær 3 tjöld af fimm mögulegum.
Eftir mat og uppvask var tekið létt rölt um svæðið í leit ma af áhugaverðum bílum. En alla vega þá er möguleiki fyrir áhugsasama að skoða myndir frá deginum hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!