laugardagur, ágúst 16, 2014

Sumar 2014: Agureyrish-Dagur 1Það hafði verið ákveðið á sameiginlegum fjölskyldufundi fyrr um veturinn að halda norður í höfðuðstað norðlendingafjórðungs og vera þar í einhverja daga. Svo myndum við skilja Skottu eftir hjá afa og ömmu er haldið væri í brúðhlaup í Borgarfirði. En hvað um það.
Þriðjudaginn 8 júlí var haldið sem leið lá norður um veg með stefununa á Eyjafjörð. Veður var með ágætum og frekar tíðindalaus þjóðavegaakstur. Það sem helst getur talist fréttavert er að Litla Stebbalingnum tókst að láta láta bösta sig. Missti kauði þolinmæðina fyrir aftan tvö hjólhýsi við Veiðilæk og ekki vildi betur til en þegar framúrakstri var að ljúka þá blasti við hraðamyndavél og hraðamælirinn sýndi rúmlega 100 svo varð úr að ríkissjóður varð 7500 verðlausum íslenskum nýkrónum ríkari eftir þetta.
En það skemmtilegasta við för þessa er að þegar í Staðarskála var komið var í gangi knattspyrnuleikur á milli Vestur-Þjóðverja og Brazilíu. Var staðan 1-0 fyrir Vestur-Þjóðverjum en svo mátti maður varla líta frá sjónvarpsskjánum og þá var komið verztur-týzkt mark. Gaman að því og staðan var við brottför 5-0 fyrir Prússlandi. Reyndar varð líka þarna svona míni ættarmót fyrir Skottu og Krunku. Það var svo rennt til Agureyrish um miðmæturbil eftir tíðindalausan akstur frá Staðarskála þar sem einni kúkableju var grýtt út á N1 á Blönduósi
En svona fyrir forvitna þá má skoða myndir frá bíldeginum hér

E.s Bezt að vara lesendur við (örugglega óþarfi þar sem ekki nokkur kjaftur les þessa síðu lengur) en þarna eru fullt af myndum af Skottu að kjammsa á ís og öðrum viðlíka barnamyndum. Hafi fólk ekki gaman að slíku má sleppa að skoða þær

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!