miðvikudagur, ágúst 27, 2014

Sumarið 2014: Agureyrish-Dagur 7



Mánudagur eru svo sannarlega bezti dagur vikunnar og það sannaðist þennan mánudag. Sól skein í heiði og sumarblíða. Fyrst það var loks komið sumar var tilvalið að skreppa aðeins í Eyjafjörðinn og kíkja í Jólahúsið, verzla þar jóladót enda styttizt óðum í sólrisuhátíðina. Alla vega þá var verzlað sitthvað þar og Skotta skemmti sér þar konunglega. Þegar við höfðum lokið erindum okkar í jólahúsinu var komið svo gott sem hádegi. Kom upp sú hugmynd að kíkja á Kaffi Kú og snæða þar hádegisverð. Það er óhætt að mæla með heimsókn þangað. Alveg prýðilegur matur, við gæddum okkur á gúllassúpu með nautakjeti beint frá býli og prýðlegasta kaffi á eftir. Skottu og reyndar þeim fullorðnu líka leiddist ekki svo að kíkja í fjósið ekki var svo verra að skoða síðan líka dráttarvélar nýlegar sem og af eldri gjörðinni. Fínasta skemmtun það. Síðan var bara dagsins notið á eyrinni
Sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir frá deginum hér

2 ummæli:

  1. hún virkar nokkuð þæginleg þessi bakklóra.

    SvaraEyða
  2. Enda var hún vinsæl meðan kúna

    SvaraEyða

Talið!